Tuesday, November 22, 2005

Ein síða í gangi....

Mamma gleymdi sér alveg... Já við erum búin að breyta þessu systemi hjá okkur og erum við bræður núna bara með eina síðu saman í gangi og er hún www.oliskoli2000.blogspot.com og verða þar færðar inn sameiginlegar færslur fyrir okkur báða og er hún búin að sitja inn myndasíðu þar líka svo endilega kíkjið núna bara á www.oliskoli2000.blogspot.com
Kv. Kristofer

Friday, November 11, 2005

Skóli skóli skóli

Mojen
Jæja þá er þessi föstudagur senn á enda....
Já ég vaknaði eiturferskur í morgun og spurði "erum við að fara í flugvélina" já mig langar sko aftur í Ömmuhús...En já svo var nú ekki við vorum að fara að drífa okkur á fætur og svo í skólan... Já ég var nú alveg sáttur við það en skyldi nú alls ekki af hverju Pabbi fékk að sofa lengur (sá Gamli var nefnilega veikur)... Ég dreif mig fram úr og í það að bursta tennur og fá mér morgunmat... Þurfti svona aðeins að stríða Oliver og Pabba en það bara fylgir ekki satt???? Ma skutlaði mér svo í skóla og vitir menn þessa dagana þarf ég alltaf að heyra "Breaking the law" í botni þegar við erum í bílnum og ótrúlegt en satt þá hækkar hún Ma aldrei nógu hátt!!!! Ég komst nú á endanum í skólan og var sáttur þegar ég kyssti Ma bless og Carina tók á móti mér og sagði eitthvað við mig sem Ma skyldi ALLS EKKI en ég greinilega skyldi...... Ma kom svo og sótti mig í skólan í hádeginu og var hún þá með FULLAN bíl af dóti en hún hafði greinilega nýtt tíman vel og versla mikið meðan hún var barnlaus.... Við fórum heim og bárum allt draslið inn sem tók nú ekki langan tíma og þegar því var nú lokið hentist ég upp í rúm til Pabba til að tékka á því hvort hann væri lifandi... Ég fékk svo Pizzu í hádeginu sem mér líkað sko stór vel og Mandarínur í eftirrétt... Var svo bara heima með Pabba að chilla meðan mamma fór með Oliver í skólan og eitthvað að útrétta.... Við fórum svo í smá bíltúr í kvöld og þá sagði ég "mamma hvar eru töskurnar svo mamma spurði nú hvaða töskur þá sagði ég sem við ætlum með í flugvélina" aftur hélt ég að við værum á leiðinni í Ömmuhús.... En NEI svo var nú EKKI.... Þegar heim var komið voru það náttföt og bælið sem beið mín... Á leiðinni upp í rúm sagði ég við Ma ég ætla ekki að hringja í Ömmu Sætu og segja henni frá klippingunni minni ég ætla bara í heimsókn til hennar og leyfa henni að fikta í hárinu mínu þá finnur hún alveg að það er búið að klippa mig!!! Vá ég held sko að lífið sé svona auðvelt að við hendumst bara reglulega upp í flugvélar og í heimsókn til Ömmu Sætu eins og ég kalla hana þessa dagana.....
En svona er nú bara lífið þegar maður er 3 ára....
Ætlum að segja þetta gott í dag....
Kv. Kristofer Stríðnispúki

Thursday, November 10, 2005

Róleg heit....

Góða kvöldið
Jæja hvað segið þið eiginlega þá???
Ég segji sko bara fínt enda kominn vel inn í draumalandið!!!!!
Dagurinn í dag var sko bara fínn, ég vaknaði fyrir allar aldir og fór fram úr og fékk mér smá í gogginn, Ma náði svo að plata mig aftur upp í rúm þegar Oliver fór í skólan, ég nennti því sko ALLS EKKI og var ekkert smá glaður þegar ég sá smettið á honum Pabba mínum.... En þá dreif ég mig sko framúr og spurði pabba hvort við ættum ekki bara að fara saman niður í sófa!!!!! Ég fékk mér nú bara aftur að borða með karlinum og við fórum svo niður þar sem sá Gamli er hálfslappur!!!! Var bara niðri að chilla og leika mér þangað til Ma dró okkur pabba út og við nenntum því sko ALLS EKKI..... En við létum til leiðast... Eftir Mall ferðina drifum við pabbi okkur heim þar sem mamma ætlaði að eyða meiri tíma í bænum.... Við fórum því bara heim karlarnir að undirbúa hádegismat þar sem sá Gamli átti að mætta aftur í vinnu seinni partinn.... Við borðuðum svo matinn og skutluðum karlinum í vinnuna.... Við Ma fórum svo í smá tiltekt meðan Oliver lærði, skutluðum svo Oliver stóra í Íslenskuskólan og við fórum bara í búðarráp á meðan (drepa tíman þangað til Oliver yrði búinn)..... Svo sóttum við Oliver í myrkrinum (en það var orðið frekar svona dimmt) og þá voru allir krakkarnir út að leika og ég græddi sko bara á því fékk að leika smá með þeim :-) Keyrðum svo heim og í náttföt og bælið þar sem ég var orðinn VEL ÞREYTTUR og það er skóli hjá mér á morgun.... En svona er það bara skal ég segja ykkur... Bara fínn dagur eins og allir hinir í mínu lífi.....
Látum þetta duga í bili
Kv. Kristofer Pabbastrákur

Wednesday, November 09, 2005

Loksins kominn heim.....

Helló allir saman,
Já þá loksins bloggum við aftur....
Við erum sem sagt kominn heim í HEIÐARDALINN og já kominn í okkar venjulegu rútínu... Sem gekk sko bara vel svona ykkur að segja...
Annars var sko bara gaman á Íslandi, mér líður alltaf svo vel í Ömmuhúsi og sakna hennar ömmu minnar núna vill bara að hún drífi sig yfir í heimsókn... Annars var ég nú alveg tilbúinn til þess að fara heim til Pabba sæta og var alveg sáttur við það að fara heim og gekk heimferðin bara nokkuð vel þó svo við höfum þurft að vakna á mjög svo ókristilegum tíma.... Takk fyrir okkur Amma Sæta :-)
Dagurinn í dag var sko bara skemmtilegur ég fór í skólan í morgun og keyrði Ma mig þar sem Pabbi var að vinna svo var ég sóttur í hádeginu eins og alla hina dagana og þá komu bæði Ma og Pa að sækja mig sem mér þótti sko alls ekki leiðinlegt, við ákváðum svo að skella okkur í Auchan að skoða Jólagjöf fyrir Oliver áður en við myndum sækja Oliver í skólan... Svo var sko bara ÓGEÐ GÓÐUR hádegismatur á þessu heimili já já það voru sko SS pylsur já beint frá Íslandi ekkert smá gott.... Svo var aftur skóli hjá mér eftir hádegi sem var sko bara fínt... Var svo sóttur þegar skólinn var búinn og þá var farið heim í chill meðan Oliver lærði og eftir lærdóminn hans var brunnað í Mallið og já já við feðgar fórum ALLIR sem EINN í klippingu og ég stóð mig sko eins og HETJA ég með ALLT mitt hár sat alveg kjurr allan tíman... Og var heavy montinn eftir klippinguna!!!! Nema hvað... Við drifum okkur svo heim fljótlega eftir klippinguna svo ég kæmist í bælið þar sem ég var orðinn VEL ÞREYTTUR eftir langan dag!!!!!! Sef núna eins og ljós í bílarúminu....
Vona að pikkólína verði duglegri að blogga fyrir mig hér eftir....
Kv. Kristofer með nýju klippinguna...

Monday, October 31, 2005

Gubbugeit

Mojen
Hvað segið þið þá?? Ég segji sko bara fínt á Íslandinu góða í Ömmuhúsi, enda ekkert annað hægt, kemst upp með nánast allt :-)
Annars var ég sko í bananastuði þegar ég vaknaði á mjög svo ókristilegum tíma í morgun, vildi bara fara framúr þar sem ég heyrði í henni Ömmu minni frammi og jú jú ég dreif mig til hennar vildi ná henni áður en hún færi í vinnuna nema hvað!!! Fór svo með Ma að keyra hana í vinnuna svo við gætum fengið bílinn hennar lánaðan í dag.... Eftir skutlið drifum við Ma okkur bara heim og þar beið mín Reynsi frændi ekki amalegt það!!!! Fór strax í það að leika við hann og hjálpa honum að vekja Oliver Stóra brósa sem nennti engan veginn á fætur..... Tókst okkur það sem betur fer á endnaum þar sem mig langaði svo út að leika mér í snjónum.... Við frændurnir fórum svo út að renna okkur á snjóþotunni þegar Oliver var kominn á fætur, ekki leiðinlegt trúið mér.... Kom svo inn löngu seinna ískaldur og blautur... Við Ma ákváðum þá að fara út að skoða flíspeysu á mig sem við fundum og lambúshettu í stíl já ég græddi sko í dag.... Við kíktum svo í Bónus uppáhaldsbúðina mína vildum endilega skoða hvað væri hægt að versla þar.... Kíktum líka í Rúmfatalagerinn þar sem Ma fann á mig stígvél sem ég get notað meðan ég er hér í KULDANUM en við tókum sko engin svona alvöru vetrarföt með til Íslands.... Drifum við Ma okkur svo heim þar sem við vorum að fara að passa Agla Nagla og Tómas Frómas.... Sem var sko bara skemmtilegt, ég var að vísu frekar pirraður og dasaður sjálfur eftir útiveruna í morgun en Ma lét það ekkert á sig fá.... Ég var svo bara inni í róleg heitunum með Tvíbbunum og Ma (vildi nú samt fá að fara út með Oliver og Róbert en mamma reyndi að plata mig alveg vinstri hægri sem gekk engan veginn og ég bara GRÉT)... Svo ákvað Ma að elda handa mér bara kvöldmat ég hlyti bara að vera svona rosalega svangur og jú jú ég vildi endilega fá pylsur SS, nema hvað... Byrjaði svo að borða pylsubrauðið og fékk mér Appelsín sopa með segji svo við Ma ég þarf að æla og mamma sagði bara já já (þvílík Mamma) svo eftir smá stund segji ég aftur Mamma mér er illt í maganum og þarf að æla, svo Ma dregur mig inn á klósetti og við rétt náðum (ég var svaka duglegur að bíða þangað til við komum inn á klósettið) því um leið og Ma sagði nú getur þú ælt (hún hélt ég væri bara að skálda þetta) þá kom sko GULLFOSS í öllu sínu veldi og það oftar en EINU SINNI.... Já og vá hvað ég var eitthvað lítill í mér eftir þetta... Svo Ma sagði að hún ætlaði að hendast út í sjoppu eftir Kóki og Ís en ég tók það bara alls ekki í mál að hún færi í búðina og myndi skilja mig eftir ég bara grét yfir því svo hún tók mig með út í sjoppu og já ég græddi sem sagt ís og kók... Þegar ég kom heim með herleg heitin vildu frændur mínir náttúrulega líka fá ÍS og hvað gerði ég þessi elska bauð þeim bara með mér... Fljótlega eftir ísinn þá settist ég í stól, fiktaði í hárinu á Ma og steinsofnaði.... Vonum bara að ég sé ekki að verða VEIKUR, höfum engan tíma til þess meðan ég er í svona stuttri heimsókn á Íslandi.... Ætla mér að vera duglegur að sofa í nótt svo ég vakni í stuði á morgun....
Nú ætlar pikkólína að henda sér í bælið....
Bið að heilsa ykkur þangað til næst
Kv. Kristofer Gubbugeit

Saturday, October 29, 2005

Snjór á Íslandi og FULLT af honum

Góða kvöldið,
Já þá er ég LOKSINS kominn til Íslands!!! Get knúsað hana Ömmu mína að mér, sem ég get sko alls ekki litið af þessa dagana (vill fylgja henni allt sem hún fer).... En annars lentum við á Íslandi í gær í algjörum "viðbjóði" eins og ég orðaði það sjálfur en það var sko fullt af snjó, roki og kulda, ojbarasta!!!! En mér leist ekkert á þetta svo ég ákvað bara að sofa á leiðinni heim eða réttara sagt heim til Kristínar..... Þegar þangað var komið ákvað ég að gefa bara Jóni Agli og Tómasi Ara afmælisgjafirnar sínar (svo ég gæti kennt þeim á dótið áður en ég færi aftur)... Lék svo alveg fullt við þá frændur mínar, bara gaman.... Fékk svo að borða hjá Kristínu og Co. í gærkvöldi bara notalegt kvöld hjá okkur.... Fórum svo heim í Ömmuhús að sofa... Ég vaknaði svo á mjög ókristilegum tíma í morgun og dróg hana Ömmu með mér framúr aumingjans amma fær ekkert að sofa fyrir mér... Fórum fram og fengum okkur að borða og svona skemmtilegt.... Fljótlega kom svo Reynsi frændi, Guðrún og Tinna í heimsókn og þá var sko ákveðið að fara út að leika í snjónum og leist mér ekkert smá vel á það.... Fór út í alltof stórum fötum þar sem við tókum EKKI VETRARFÖT með okkur til Íslands... Var úti heillengi með þeim sem var sko bara æðislegt!!! Fórum inn og fengum heitt kakó og meðlæti hjá Ömmu bara gott skal ég segja ykkur... Mig langaði svo aftur út þegar ég heyrði það að Amma væri að fara út að sækja bílinn sinn en hún fór með hann á dekkjaverkstæði í dag til að sitja vetrardekkin undir og ekki tími ég að vera aðskilinn frá Ömmu svo ég labbaði með henni og Reynsa frænda á dekkjaverkstæðið ekkert smá duglegur..... Þegar heim var komið var Oliver farin til Kristínar svo ég fékk alveg fullt fullt af athygli ekki amalegt það!!! Amma gaf mér kvöldmat og svo fórum við í smá tiltekt.... Lagðist ég svo í sófan þegar Ma og Ammma fóru að horfa á stelpurnar og strákana í sjónvarpinu, ég ákvað svo bara að skella mér í draumaheiminn enda búinn að vera á fullu í allan dag....
Vona nú samt að SNJÓRINN fari að hverfa fljótlega svo ég komist aftur heim til Pabba (en ég vildi nú bara án alls gríns snúa við á flugvellinum í gær)... En ég væri sko alveg til í að hafa pabba minn hjá mér en það er nú stutt í það að við getum knúsað karlinn aftur sem betur fer....
Endilega hafði samband við okkur í Ömmuhús ef þið viljið hitta á okkur....
Kv. Kristofer í Ömmuhúsi

Thursday, October 27, 2005

Ísland á morgun

Mojen
Jæja þá er þessi Fimmtudagur senn á enda og ég á leiðinni til Íslands, jú hú....
Dagurinn í dag var bara alveg ágættur.. Fór seint á fætur, gamla settið var nefnilega svo þreytt og Oliver tók strætó í skólan svo já nú átti að plata mig til að sofa lengur en það gekki ekki alveg, en ég er nú bara svo sjálfbjarga að ég náði mér bara sjálfur í Coca Puffs og fékk mér morgunmat og að sjálfsögðu nokkar Mandarínur og lék mér bara, ekkert smá góður... Svo ákvað nú Ma að fara á fætur og fara með mig í bæinn það var svo ægilega gott veður.. Jú jú það var bara fínt við í bæinn að chilla, ég var sko bara góður þar sem við byrjuðum bæjarferðina á því að sjá 2 róna vera að rífast og var annar þeirra að hamra eitthvað á hinum svo já ég ákvað að þetta væru ljótir karlar svo ég ákvað bara að vera STILLTUR og GÓÐUR allan tíman og já hvað ég var nú góður meðan Ma var að máta, ég gat nú sagt henni hvað mér þótti flott og ljót og lét skoðanir mínar óspart í ljós..... Á endanum náðu svo Pa og Brósi í okkur Ma í bæinn og þá var bara farið beint heim.... Þá ákvað Ma að elda spaghetti meðan við Karlarnir tókum til í bílskúrnum (fullt fullt af pappa í skúrnum) svo við fylltum Vinnubílinn af drasli svo var borðað og farið beint í endurvinnsluna.... Skutluðum svo Oliver stóra í Íslensku skólan, á meðan fórum við þ.e.a.s ég og Gamla settið bara á rúntinn og kíkja í Junglister í Mallið þar.... Drifum okkur svo heim til að chilla.... En ég fékk að vaka aðeins lengur og var svo settur í heita sturtu fyrir svefninn og sofnaði alveg á metttíma, enda vel þreyttur og að sjálfsögðu spenntur fyrir morgun deginum...
Vitum ekki hvort við verðum dugleg að blogga meðan við erum á Íslandi en það kemur bara í ljós...
Hlakka til að sjá ykkur sem flest á Íslandi...
Góða nótt og sjáumst á morgun...
Kv. Kristofer